Barnabækur sem miðla sálfræðiþekkingu til barna á uppbyggilegan og skemmtilegan hátt
Súperbækurnar eru byggðar á gagnreyndum sálfræðiaðferðum og eru frumsamdar af Paolu Cardenas og Soffíu Elínu Sigurðardóttur barnasálfræðingum á Íslandi. Soffía og Paola hafa áratuga reynslu af sálfræðimeðferð barna og unglinga, og vita hversu mikilvægt er að börn tileinki sér bjargráð snemma á lífsleiðinni. Forvarnir og snemmtæk íhlutun bæta lífsgæði, velferð og framtíðarhorfur barna.
Innra með okkur búa styrkir sem við þurfum að virkja og hlúa að til þess að öðlast heilbrigða sjálfsmynd
Barnasálfræðingar
Soffía og Paola eru barnasálfræðingar og hafa unnið áratugum saman með með börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra.
Súperbækurnar byggjast á gagnreyndum sálfræðiaðferðum og reynslu þeirra úr klínísku meðferðarstarfi.
Fræðsla sem forvörn
Súperbækurnar miðla sálfræðiþekkingu til barna þar sem leitast er við að efla sjálfsþekkingu þeirra, bjargráð og virkja þeirra innri styrk snemma á lífsleiðinni. Bækurnar innihalda félagsfærnisögu þar sem notast er við sálfræðilegar aðferðir og hagnýt ráð til þess að leysa úr hinum ýmsu vandkvæðum. Í lok hverrar bókar er að finna fræðslu fyrir uppalendur um viðfangsefnin sem tekin eru fyrir í bókunum. Súperbækurnar eru ætlaðar foreldrum jafnt sem fagaðilum.