Höfundar og barnasálfræðingar

Paola Cardenas phd og Soffía Elín Sigurðardóttir eru höfundar bókanna og eru þær með margra ára reynslu af klínísku meðferðarstarfi með börnum og fjölskyldum þeirra. Soffía og Paola hafa sérhæft sig í gagnreyndum, árangursríkum sálfræðimeðferðum sem varða geðheilsu, taugaþroska og velferð barna og ungmenna.

Paola Cardenas, PhD
Paola er barnasálfræðingur, fjölskyldufræðingur og jógakennari. Starfar hún sem barnasálfræðingur hjá Barna- og fjölskyldustofu. Paola er formaður Innflytjendaráðs.

Soffía Elín Sigurðardóttir
Soffía er barnasálfræðingur og jógakennari. Starfar hún sjálfstætt hjá Sentiu Sálfræðistofu við sálfræðimeðferð og greiningar. Soffía bjó til og starfrækir Nexus Noobs námskeiðin fyrir börn og ungmenni.
Myndlýsing og umbrot

Viktoría Buzukina
Viktoría er grafískur hönnuður og einstök listakona sem teiknar myndirnar í Súperbókunum. Viktoría er með BA gráðu í innanhússhönnun frá Menningar- og listaháskóla Úkraínu (National University of Culture and Arts) og BA gráðu í Grafískri hönnun frá Listaháskóla Ísland. Viktoría er einstaklega hæfileikarík og nær hún að túlka vel efni bókanna og flóknar tilfinningar á sjónrænu formi. Sjá meira um Viktoríu hér!
![]() | ![]() | ![]() | ![]() |
---|





